17.5.2009 | 21:36
Ferguson er hluti af Man U
Sé ekki hvað vandamalið er, Benitez er búinn að óska félaginu til hamingju með titilinn, þó að Alex Ferguson sé sir þá ber honum Benitez enginn skylda til þess að óska honum eitthvað sérstaklega til hamingju einnig.
Benitez er greinilega maður hugsjóna og kýs að gera þetta á þennan hátt og mér þykja stuðningsmenn man u taka þetta full nærri sér því stutt er í að næsta tímabil hefjist og sálfræðistríðið mun halda áfram.
Áfram Benitez og áfram LIVERPOOL!!!
Benítez neitar að óska Ferguson til hamingju með titilinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Nýjustu færslur
- SIÐLAUSU HRÆSNARAR!!!!!!
- Vítahringur!!!
- Hvað er í gangi??
- Ráðgjafaþjónusta er bara ekki nóg!!!
- Nú syrtir í álinn!!
- Cantona yrði flottur hjá man U :)
- Og hver er vinnuskyldan??
- Er það gengistengt??
- Bláir fingur!!!
- Er það með stórnotendaafslætti eða án?
- Til hamingju íslendingar!!!
- Afturgöngur!!!!
- Íslendingar reiðast aldrei...
- Ný skoðunarkönnun
- Ferguson er hluti af Man U
Tenglar
Mínir tenglar
- Liverpoolklúbburinn á íslandi
- Eldbakan Pizzeria Bestu pizzur í bænum
- www.gkristjansson.com Hvernig skal skapa tekjur af netinu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef það er eitthvað sorglegra en tapsár (sore looser) vesalingur þá veit ég ekki hvað það er.
Þetta spænska gerpi er búinn að vera með kjafthátt í allann vetur og þegar honum er svarað þá fer hann í fýlu og vælir eins og þið flestir þessir vesalings poolarar fylgjendur liðs sem var einu sinni gott.
Enda get ég ekki áttað mig á hverrar þjóðar þetta samansafn sem heitir Liverpool er? Það eru TVEIR enskir leikmenn í liðinu og ekkert ber á að mönnum úr yngri flokkum liðsins fái séns eins og Ferguson gerir þó reglulega.
Það er sorglegt að lesa og hlusta á ykkur greyjin mín. Ef og þegar þið vinnið úrvalsdeildina í FYRSTA SINN þá mun ég fyrstur manna óska ykkur til hamingju með það.
Með kveðju frá Old Trafford. Þar sem ekki þarf að fara á forngripasafn til að skoða helling af bikurum.
Karl Löve, 17.5.2009 kl. 23:17
Tel mig hafa allavega hafa reynt að vera málefnalegur í greinum mínum enn ekki er hægt að segja það sama um þig.
Það eru til sálfræðingar sem geta aðstoðað þig með þetta viðhorf þitt.
Guðmundur Fannar Kristjánsson, 17.5.2009 kl. 23:28
Karl Löve..........
Hvernig getur þú sett þig á einhvern háan hest og gagnrýnt Benitez fyrir það sem hann segir og gerir og kallað það að rífa kjaft og fara í fýlu?
Þú lítur nú út fyrir að vera eldri en 14 ára þó svo orðalagið beri ekki þess merki.....s.b.r: spænska gerpi , vesalingur,samansafn sem heitir Liverpool ,.......
Held að þú ættir aðeins að líta í eigin barm og þú ættir nú að vera kominn á þann aldur að þú manst eftir þeim árum sem að Man Utd vann ekki titilinn í 26 ár...?
Einnig er allt í lagi að minna þig líka á það að Ferguson var með töluvert slakari árangur sín fyrstu 5 ár í starfi en "Spænska gerpið".....ekki gleyma því!
Varðandi Englendingana.......hvaða voru margir Englendingar í byrjunarliðinu hjá Man Utd á móti Arsenal?..
Varðandi það að þú munir vera sá fyrsti sem munir óska okkur til hamingju ......þá ætla ég pent að afþakka þær hamingjuóskir.....ef og þegar það mun gerast...
Reynir Elís Þorvaldsson, 18.5.2009 kl. 16:14
Ég man vel þegar Liverpool vann flest allt sem í boði var. Ég hef haldið með Man United í um 40 ár og munurinn á mér og ykkur er sá að sem aðdáandi knattspyrnu þá hrósaði ég oft liði Liverpool á þeim árum fyrir skemmtilegan bolta.
Ég var ekki vælandi yfir velgengni þeirra því ég hef þá skoðun að maður eigi að eyða orkunni í að styðja sitt lið en ekki að öfundast út í þá sem eru að gera betur.
Þér til upplýsingar þá voru eftirfarandi Englendingar í byrjunarliðinu á móti Arsenal; O'Shea, Evans, Carrick, Fletcher, Giggs og Rooney eða samtals 6.
Á bekknum voru svo þeir Neville og Scholes.
Það er ekkert nema fyndið að drengur eins og þú ferð að væna mig um að setja mig á "háan hest" þegar þið greyjin gerið lítið annað en að bulla út í eitt og gera lítið úr öllu öðru en því sem að Liverpool snýr. Liverpool VAR gott einu sinni og má vel vera að svo verði aftur en ekki undir stjórn manns sem hrærir eins mikið í liðsskipaninni og hann gerir. Svo nenni ég ekki að eyða fleiri orðum í fólk sem ekki er viðræðuhæft vegna blindu.
Karl Löve, 18.5.2009 kl. 17:27
Gæti ekki verið meira sammála Karli
Björk Lárusdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 19:21
Karl, þú ert svo ótrúlega ósamkvæmur sjálfum þér að það hálfa væri nóg, að vera saka okkur Liverpoolmenn um stítkast og rógburð er þér og þinum man u samferðarmönnum til skammar, þarft ekki að lesa nema örfáar bloggfærslur frá man u bloggurum til að sjá þvílíkar úthúðanir og argasta dónaskap og hroka gagnvart okkur, og ég hvet þig til þess að lesa bloggsíður vina þinna og sjá hvað þeir eru að segja um okkur, opnaðu svo augun og hættu þessu helvítis bulli
Guðmundur Fannar Kristjánsson, 18.5.2009 kl. 20:37
Karl........
Ég veit hreinlega ekki hvort ég á að hlægja eða skellihlægja.........
6 Englendingar?
John O´shea og Evans eru Írar,Giggs er Walesverji og Fletcher er Skoti........
Rooney og Carrick eru einu englendingarnir sem byrjuðu leikinn fyrir Man Utd á móti Arsenal.....og þeir eru hvorugir uppaldir hjá liðinu.
Gerrard og Carragher eru aftur á móti báðir uppaldir hjá Liverpool þannig að þessi fullyrðing þín er mjög kjánaleg fyrir þig.......
Ekki koma svo með þá afsökun að þeir séu allir bretar......þeir spila allir fyrir sitthvort landsliðið sem gerir þá svipað mikla Englendinga og Dirk Kuyt,Jose Reina og Martin Skrtel!
Reynir Elís Þorvaldsson, 18.5.2009 kl. 23:44
Ég er nú harður Man Utd maður,en verð nú samt að viðurkenna það að Poolarinn náði nú helvíti góðu höggi á Karl þarna.
Vissulega hárrétt þessi upptalning hjá honum og ekkert við því að segja.
Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.