Færsluflokkur: Enski boltinn
18.5.2009 | 19:37
Cantona yrði flottur hjá man U :)
Ef að einhverjir ættu skilið að fá þennan snilling til sín sem framkvæmdarstjóra þá væri það Man U
Maðurinn er náttúrulega bara hlægilegur að koma með þetta "comment" um að hann mundi vilja þjálfa lið eins og man u, bara beint úr strandboltanum og kvikmyndunum á Old Traffort
Flott þjálfaraefni...
Cantona vill þjálfa Man. Utd eða England | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2009 | 21:36
Ferguson er hluti af Man U
Sé ekki hvað vandamalið er, Benitez er búinn að óska félaginu til hamingju með titilinn, þó að Alex Ferguson sé sir þá ber honum Benitez enginn skylda til þess að óska honum eitthvað sérstaklega til hamingju einnig.
Benitez er greinilega maður hugsjóna og kýs að gera þetta á þennan hátt og mér þykja stuðningsmenn man u taka þetta full nærri sér því stutt er í að næsta tímabil hefjist og sálfræðistríðið mun halda áfram.
Áfram Benitez og áfram LIVERPOOL!!!
Benítez neitar að óska Ferguson til hamingju með titilinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2009 | 15:02
Enska deildin ekki sú sama!!
Mig þætti sorglegt að horfa á eftir Newcastle niður í Coca cola deildina því þar eiga þeir bara alls ekki heima, þeir hafa spilað í efstu deild síðan ég man eftir mér, og deildin yrði alls ekki sú sama án þeirra þannig að ég vill óska þeim góðs gengis í næsta og síðasta leik tímabilsins og vona að þeir hangi uppi.
Newcastle næstum fallið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2009 | 14:55
Annað sætið svekkjandi!!
Þetta er besti árangur Liverpool síðan tímabilið 89" - 90" þegar við unnum ensku deildina með 82 stig enn samt er maður drullu svekktur yfir því að hafa ekki náð að klára þetta í ár.
Á hinn bóginn verðum við verðugir andstæðingar á næsta tímabili og ég trúi því svo innilega að okkar tími muni koma þá , og nei ég er ekki skyldur Jóhönnu Sigurðardóttir þrátt fyrir orðalag mitt.
West Bromvich Albion fallið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2009 | 15:24
Til lukku manu menn.
Verður maður ekki að óska ykkur til hamingju þó ég eigi afskaplega erfitt með það enn það var algerlega fyrir þennan jafnteflakafla í kringum mitt tímabil sem Liverpool kastaði þessu frá sér.
Það er hálf kaldhæðnislegt að hugsa til þess að liðið sem er orðið meistari var tekið og gjörsigrað af okkar mönnum í báðum leikjum liðanna í deildinni.
Ef okkar menn spila næsta tímabil eins og þeir eru búnir að spila seinni hluta þessa tímabils þá er ég sannfærður um að við lyftum dollunni að sama tíma að ári.
Áfram Liverpool!!!!!!!!!!!
Manchester United enskur meistari í 18. sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2009 | 09:18
Liggur meira að baki!!
Þetta er ekki alveg svona einfalt, í fyrsta lagi þá hafa Man u haft að skipa gríðarlega þéttum og samheldnum hópi sem hafa spila mjög lengi saman auk þess að þeir hafa verið að kaupa topp playera á hverju tímabili.
Enn með Liverpool þá hefur Rafa verið að púsla svolítið mikið og reyna sig áfram og verið að byggja upp framtíðarlið, enn skulum ekki gleyma því að Fergie er búinn að vera með man u í 20 ár enn Rafa með Liverpool í 5 ár.
Svo að sjálfsögðu snýst þetta einnig helling um að hafa trú á að þú getir klárað deildina enn sjálfstraustið hjá okkar mönnum hefur verið að aukast og hópurinn verið að þéttast.
Áfram Liverpool.
Munurinn liggur í peningunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2009 | 08:47
Farið hefur fé betra!!!
Þykir með ólíkindum að Newcastle ætli að halda í afturúrkreisting eins og barton, maðurinn á bara heima í spennitreyju inn á hæli, er sjálfum sér og knattspyrnunni algerlega til háborinnar skammar.
Gætu örugglega fengið betri og ábyrgari leikmenn til klúbsins enn þennan pappakassa.
Newcastle ætlar að halda Barton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2009 | 17:00
Áfram Arshavin!!!
Ef Arshavin mun eiga leik gegn Scum eins og hann átti gegn okkur þá á Man U ekki séns, svo taka Liverpool WBA upp á eyrunum á sunnudaginn, það yrði að sjálfsögðu draumastaða að úrslitin réðust ekki fyrr enn í síðustu umferð og þá er bara að treysta á lukkudísirnar og að man u tapi einnig þeim leik og að við vinnum okkar, tel það ólíklegt enn alltaf má halda í vonina
Benítez biðlar til Arsenal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2009 | 13:24
Kalt á toppnum!!
Ætli honum Þorgeiri hafi ekki bara verið orðið svona hrikalega kalt eftir 25 ára setu á toppnum.
Það hefur loðað við ofurlaunamenn og hátt setta fyrirtækjatoppa að ef þeim hefur orðið alvarlega á í starfi og áður enn þeim er veitt náðarhöggið af vinnuveitenda sínum þá hafa þeir fengið lokasjens til þess að segja af sér því ekki má skaða orðspor eða æru þessara blessuðu manna sem komu okkur á þann stað sem við erum í dag.
Forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir upp störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2009 | 23:05
Koma svo Arsenal
Ekki gerist það á hverjum degi að ég færi að styðja Arsenal enn laugardagurinn er svolítið frábrugðin, verð að treysta á lukkudísirnar svo að Arsenal klári Man Utd svo það haldist smá vonarglæta í titilvon Liverpool, þannig að koma svo Arsenal og klárið Scum á laugardaginn og gleðjið mitt stóra Liverpool hjarta.
Arshavin með Arsenal á Old Trafford | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- SIÐLAUSU HRÆSNARAR!!!!!!
- Vítahringur!!!
- Hvað er í gangi??
- Ráðgjafaþjónusta er bara ekki nóg!!!
- Nú syrtir í álinn!!
- Cantona yrði flottur hjá man U :)
- Og hver er vinnuskyldan??
- Er það gengistengt??
- Bláir fingur!!!
- Er það með stórnotendaafslætti eða án?
- Til hamingju íslendingar!!!
- Afturgöngur!!!!
- Íslendingar reiðast aldrei...
- Ný skoðunarkönnun
- Ferguson er hluti af Man U
Tenglar
Mínir tenglar
- Liverpoolklúbburinn á íslandi
- Eldbakan Pizzeria Bestu pizzur í bænum
- www.gkristjansson.com Hvernig skal skapa tekjur af netinu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar