Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
19.5.2009 | 12:43
Vítahringur!!!
Sorglegt að sjá hvernig komið er fyrir þjóðinni í þeim ólgusjó sem bankahrunið leidd af sér og fjöldinn allur af stórfyrirtækjum kominn í ríkiseigu, s.s.
Kaupþing
Glitnir
Landsbankinn
Hekla
Penninn
Steypustöðin
Icelandair
Laugarakur
Árdegi
Árvakur
Og fleiri tengt félög.
Enn ekki voru það bara íslensk fyrirtæki sem stóðu í stórræðum í góðærinu sem ég kýs að kalla
"2007 Staðallinn" heldur tóku einstaklingar ekkert síður þátt í ruglinu og tóku lán eftir lán til að fjármagna neysluna og fóru svo að taka enn fleiri lán til að borga af hinum lánunum sem það var hætt að ráða við og svo koll af kolli þar til allt var komið til Helv****
Fjöldi fyrirtækja í ríkiseigu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2009 | 11:33
Hvað er í gangi??
Mínir menn algerlega heilum horfnir, verða að girða sig í brók ef ekki á illa að fara og fara að vinna sína leiki, liðið alltof sveiflukennt, koma svo Valsmenn
Öruggur sigur hjá Keflvíkingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2009 | 09:49
Ráðgjafaþjónusta er bara ekki nóg!!!
Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að efla eigi Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna til að stytta biðtíma eftir viðtölum. Starfsstöðin í Sóltúni er sett á laggirnar tímabundið en lagt verður reglubundið mat á þörf fyrir áframhaldandi starfsemi.
Þessi blessaða ríkistjórn verður að fara fatta það að einhver ráðgjafaþjónusta er bara alls ekki nóg, hvernig á að ráðleggja td. einstaklingi eða fjölskyldu sem er með X upphæð á milli handanna hver mánaðarmót enn skuldar YYY vegna gríðarlegra hækkana á lánum matvælum og flest öllu öðru og blasir jafnvel atvinnuleysi.
Það þarf að greina þörfina og taka sko skipulega á vandanum enn ekki bara stinga hausnum í sandinn og vona að ástandið lagist af sjálfum sér.
Mikil þörf á fjármálaráðgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2009 | 09:39
Nú syrtir í álinn!!
Stefnuræða forsætisráðherra fannst mér vægast sagt grátleg þar sem hún nefnir ESB í öðru hverju orði og eins og innganga í ESB muni bjarga íslandi frá glötun, hverslags afneitun og sjálfsblekking er í gangi hérna, það á greinilega að reyna að heilaþvo þjóðina með þessu kjaftæði, svo talar hún um samstöðu flokkana, annar brandari þar á ferð, slá skjaldborg eða kannski tjaldborg um heimilin í landinu, og hvað er búið að gerast ,EKKERT!!!!
Mig líst ekkert á þetta og þessi stefna og þróun sem er að eiga sér stað inná alþingi á eftir að koma okkur öllum endanlega á kaldann klakann......
Hljótum að vinna saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2009 | 19:37
Cantona yrði flottur hjá man U :)
Ef að einhverjir ættu skilið að fá þennan snilling til sín sem framkvæmdarstjóra þá væri það Man U
Maðurinn er náttúrulega bara hlægilegur að koma með þetta "comment" um að hann mundi vilja þjálfa lið eins og man u, bara beint úr strandboltanum og kvikmyndunum á Old Traffort
Flott þjálfaraefni...
Cantona vill þjálfa Man. Utd eða England | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2009 | 19:13
Og hver er vinnuskyldan??
Þessum þingmönnum finnst allt í góðu að þiggja þessi háu laun fyrir vinnu sína sem mér finnst persónulega í hærra lagi og fríðindin full mikil.
Enn hver ætli að sé svo vinnuskyldan á bak við þessi svo ágætu laun sem þessir herrar og frúr þiggja?
Kostnaðargreiðslur bætast við kaupið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2009 | 16:24
Er það gengistengt??
Skil alveg að innflutt matvæli af hinum ýmsu toga hafi hækkað vegna gengisbreytinga, enn í mörgum tilfellum hafa einnig íslenskar afurðir hækkað jafn mikið og jafnvel meira enn þær innfluttu, ekki er hægt að kenna genginu líka alfarið um það, væri gaman af fá skýringar á hvað veldur því
Matarverð hefur hækkað um 25% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2009 | 15:47
Bláir fingur!!!
Sá á eftir að verða marinn og blár á fingrunum eftir 27 tíma áslátt á píanóið.
Gonzales ætlar að leika 300 verk á tónleikunum, allt frá Summertime eftir Gershwin til Hit Me Baby One More Time sem Britney Spears gerði frægt.
Samkvæmt reglum Guinness fær Gonzales að taka sér 15 mínútna hvíld á þriggja stunda fresti. Gangi allt að óskum slær hann met Indverjans Prasanna Gudi sem lék samfellt í 26 stundir og 12 mínútur í desember sl.
Gonzales heitir réttu nafni Jason Beck. Hann fæddist í Montreal en býr í París og hefur gefið út sex plötur.
Geri aðrir betur.
Ætlar að spila í 27 tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2009 | 14:07
Er það með stórnotendaafslætti eða án?
Þykir þetta með ólíkindum að þessir kjaftaskar þurfi að masa svona heiftalega og eyða 25 milljónum af okkar fé í að bulla í símann og nóg bullar þetta lið inná alþingi og allstaðar annastaðar.
Kominn er tími að aðhald og gegnsæi í öllum svona málum því ef uppbygging vorra þjóðar á að hefjast einhverstaðar þá á hún að hefjast hjá hinu opinbera og skulu þeir setja fordæmið af því sem koma skal.
Töluðu í síma fyrir 24,6 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2009 | 13:43
Til hamingju íslendingar!!!
Hef aldrei átt flugfélag áður og vill ég bara óska íslendingum til hamingju með nýja fyrirtækið, ætti þetta ekki að þýða að þegnar landsins fá nú mun ódýrari flugfargjöld enn áður þar sem að við eigum Icelandair?
Þjóðnýtingin ekki þruma úr heiðskíru lofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- SIÐLAUSU HRÆSNARAR!!!!!!
- Vítahringur!!!
- Hvað er í gangi??
- Ráðgjafaþjónusta er bara ekki nóg!!!
- Nú syrtir í álinn!!
- Cantona yrði flottur hjá man U :)
- Og hver er vinnuskyldan??
- Er það gengistengt??
- Bláir fingur!!!
- Er það með stórnotendaafslætti eða án?
- Til hamingju íslendingar!!!
- Afturgöngur!!!!
- Íslendingar reiðast aldrei...
- Ný skoðunarkönnun
- Ferguson er hluti af Man U
Tenglar
Mínir tenglar
- Liverpoolklúbburinn á íslandi
- Eldbakan Pizzeria Bestu pizzur í bænum
- www.gkristjansson.com Hvernig skal skapa tekjur af netinu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar