Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Hringja í Geira maxim

Réttast væri bara að senda Geira á maxim á næsta ári til Noregs með allt sitt fylgdarlið og sjá hvort hann taki þetta ekki fyrir okkur LoL

strippers


mbl.is Nektardansmær í Evróvisjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsnarar!!!

Man ekki betur enn að það hafi verið þessir menn sem settu á okkur hryðjuverkalög fyrir að standa ekki við skuldbindingar okkar gagnvart breskum þegnum svo þegar uppi er staðið þá eru þetta ekkert nema gjörspilltir eiginhagsmunnaseggir og framapotarar sem eru ekkert skárri og eru að spreða með annara manna fé Ninja

cartoons-18-11-08_mbl


mbl.is Hætta að styrkja flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur árangur

Vill óska öllum íslendingum til hamingju með árangurinn, þó vil ég sérstaklega óska Jóhönnu til hamingju með óaðfinnanlegan flutning og glæsilegan árangur, var búinn að spá okkur í ca 10 sæti þannig að þessi úrslit komu svo sannarlega skemmtilega á óvart Smile

498652A


mbl.is Ísland í 2. sæti í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskriftir á okkar kostnað!!!

Alveg með ólíkindum að Teymi og þessir umræddu stjórnendur eigi að fá að komast upp með svona ógjörning, eitt skal vera á hreinu, þegar umræddir kaupréttasamningar voru gerðir þá var "2007 bólan" í gangi, og skuldin þessi umrædda skuld var við Glitni sem var á þeim tíma hlutafélag skráð í kauphöll íslands.

Allt í einu núna ætlar teymi að yfirtaka skuldirnar að því gullkálfarnir hjá teymi græddu ekki neitt heldur töpuðu, mundi halda að forsendur samningsins séu gjörsamlega brostnar þar sem glitnir, eða í dag íslandsbanki er í okkar eigu og ég veit ekki betur enn að allir hluthafar glitnir og hinna bankann hafi tapað öllum eignahluta sínum við hrunið og margir misstu aleiguna við það, þá skal það ganga jafnt yfir alla og stjórnendur þessara fyrirtækja mega súpa seyðið af græðgi sinni og sitja uppi með sínar skuldir eins og öll þjóðin.


mbl.is Niðurfellingum á skuldum stjórnenda verður vísað til FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilaborg að hruni kominn.

Þegar eignatengsl eru orðin svona mikil og í gegnum mörg félög þá getur farið af stað keðjuverkun sem getur leitt af sér hrun margra fyrirtækja sem tengjast viðkomandi þrotabúi, þannig í ljósi aðstæðna eins og hjá Saxbygg sem er í eigu Gunnars og Gylfa og Saxhól má gera ráð fyrir enn meiri erfiðleikum hjá þeim því oft eru eignir þessháttar fyrirtækja veðsettar út og suður, svo kölluð krossveð, þannig að ef bankinn er með útistandandi lán með veði í td. tveimur eignum eða fleiri sem tengjast kannski tveimur fyrirtækjum eða fleiri þá getur allt draslið farið á hausinn ef eitt fyrirtæki fer í þrot.


mbl.is Fall Saxbygg fleytir Smáralind í fang ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til lukku manu menn.

Verður maður ekki að óska ykkur til hamingju þó ég eigi afskaplega erfitt með það Wink enn það var algerlega fyrir þennan jafnteflakafla í kringum mitt tímabil sem Liverpool kastaði þessu frá sér.

Það er hálf kaldhæðnislegt að hugsa til þess að liðið sem er orðið meistari var tekið og gjörsigrað af okkar mönnum í báðum leikjum liðanna í deildinni.

Ef okkar menn spila næsta tímabil eins og þeir eru búnir að spila seinni hluta þessa tímabils þá er ég sannfærður um að við lyftum dollunni að sama tíma að ári.

Áfram Liverpool!!!!!!!!!!!


mbl.is Manchester United enskur meistari í 18. sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liggur meira að baki!!

Þetta er ekki alveg svona einfalt, í fyrsta lagi þá hafa Man u haft að skipa gríðarlega þéttum og samheldnum hópi sem hafa spila mjög lengi saman auk þess að þeir hafa verið að kaupa topp playera á hverju tímabili.

Enn með Liverpool þá hefur Rafa verið að púsla svolítið mikið og reyna sig áfram og verið að byggja upp framtíðarlið, enn skulum ekki gleyma því að Fergie er búinn að vera með man u í 20 ár enn Rafa með Liverpool í 5 ár.

Svo að sjálfsögðu snýst þetta einnig helling um að hafa trú á að þú getir klárað deildina enn sjálfstraustið hjá okkar mönnum hefur verið að aukast og hópurinn verið að þéttast.

Áfram Liverpool.

liverpool_beat_manchester_united_wideweb__470x312,0


mbl.is Munurinn liggur í peningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf að ganga lengra!!!

Að sjálfsögðu verður að rannsaka þetta ofan í kjölinn, og ef sekt verður sönnuð skal gera fordæmi úr þessum mönnum öðrum til aðvörunar, búið að breyta áratugagömlu og virtu fyrirtæki í vogunarsjóð og eru þeir á helvíti góðri leið með að slátra ímynd þess, vera virðist það notað sem fjárhagslegt bakland fyrir enn fleiri fjárfestingar milestone.

Tel að trúverðugleiki þess sé í molum og muni vera það áfram.

486173A

 

 

 

 

 

 


mbl.is Mál Milestone og Sjóvár til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið hefur fé betra!!!

Þykir með ólíkindum að Newcastle ætli að halda í afturúrkreisting eins og barton, maðurinn á bara heima í spennitreyju inn á hæli, er sjálfum sér og knattspyrnunni algerlega til háborinnar skammar.

Gætu örugglega fengið betri og ábyrgari leikmenn til klúbsins enn þennan pappakassa.


mbl.is Newcastle ætlar að halda Barton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Arshavin!!!

Ef Arshavin mun eiga leik gegn Scum eins og hann átti gegn okkur þá á Man U ekki séns, svo taka Liverpool WBA upp á eyrunum á sunnudaginn, það yrði að sjálfsögðu draumastaða að úrslitin réðust ekki fyrr enn í síðustu umferð og þá er bara að treysta á lukkudísirnar og að man u tapi einnig þeim leik og að við vinnum okkar, tel það ólíklegt enn alltaf má halda í vonina Smile

246009326_bcdf8eb164


mbl.is Benítez biðlar til Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðmundur Fannar Kristjánsson
Guðmundur Fannar Kristjánsson
Hef skoðun á flest öllu og sit ekki á henni.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- eldbakan eurotilboð2 15.5.09

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband